Ísland með tvö lög í úrslitum Eurovision?

Hef lengi verið að koma mér af stað með skrif á bloggsíðunni minni, en það virðist enginn vera maður með mönnum nema að hann bloggi.

Reyndar stóð aldrei til, frá minni hendi, annað en að skrifa hér um það sem mér þætti stórmerkilegt og varðaði samfélagið og til að viðra skoðanir mínar, helst með innleggi mínu að hafa áhrif á landstjórnina, til gáfulegri verka.  

En þar sem öll þjóðin er að setja sig í gírinn fyrir sigur íslenska lagsins í söngvakeppni Eurovision, í kvöld, þá er hugurinn nokkuð á söngelsku línunum þessa stundina og því þessi skrif ekki beint í anda upphaflegra áforma.

Það sem ég hef verið að velta vöngum yfir er að hafa ekki heyrt neitt rætt né ritað um framlag Lettlands í Eurovision söngvakeppninni lagið "Wolves Of The Sea" sem í mínum haus hljómar alveg eins og lagið "Ho, ho, ho, we say hey, hey,hey", sem veitti "This is my live" eins og það heitir á ensku, harðasta keppni á lokakaflanum við val á framlagi okkar í keppnina. Er ég einn á þeirri skoðun að sennilega eigi Ísland tvö lög í úrlitakeppninni í kvöld, annað þeirra flutt af fólki í fötum, að hætti sjóræningja í den?


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband