Þvílíkt kjaftæði

Forgangsröðun stjórnvalda er með ólíkindum. Ljósmæður fara fram á að laun þeirra verði í samræmi við aðrar starfsstéttir hjá ríkinu, með sambærilega menntun. Minnst 24% hækkun þarf til. Viðbrögð stjórnvalda eru ekki í samræmi við stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar, sem sérstaklega ætlaði að jafna launamun kynjanna.

Misskildi ég þetta, áttu launabætur bara við um sjálftökuliðið, sem ríflega hefur fengið sitt?

Nei nú er ekki borð fyrir báru, fjármálaráðherra ber fyrir sig að vegna stöðu efnahagsmála sé þrengra um vik til leiðréttinga á launum. Hvaða kaftæði er þetta.

Hélt staða efnahagsmála aftur af ráðamönnum sem flykktust til Kína á dögunum, heldur hún aftur af stanslausri  eyðslu í utanríkismálum, sendiráð í hverju krummaskuði, eða heldur hún aftur af ráðamönnum í endalausum fjáraustri við grobbframboð til Öryggisráðs Sameinuðuþjóðanna, eða í 100 milljóna króna kostnaði við hernaðarbrölt í nafni heræfingar við landið, Norður Víking, svo eitthvað sé nefnt?

Ég segi bara, hunskist til að semja við ljósmæður, sem og aðra þjóðfélagsþegna sem þurfa að lifa á launum sem eru ekki mönnum sæmandi, þar í hópi eru stór hópur launþega sem vinna umönnunarstörf. Leiðrétting launa ætti ekki að vefjast fyrir stjórnvöldum, loforð um það er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og við orð á að standa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband