Fáranleg framkoma RÚV

Ísland í beinni og nokkrir fá að sjá. Sú framkoma sem landsmönnum er sýnd með því að bjóða upp á ruglaða útsendingu í sjónvarpi, á fyrsta landsleik Íslands í forkeppni HM í knattspyrnu, er algjörlega til skammar og í reynd fáranleg framkoma. Þennan landsleik á að sýna á RÚV og hvergi annarstaðar. Við erum skyldug að borga áskrift af ríkisapparatinu og það er lágmark að sú stofnun sýni sóma sinn í því, í það minnsta, að sýna landsleiki þjóðarinnar beint og það í öllum íþróttagreinum. Varla hefði útsendingin í dag truflað dagská RÚV mikið, endursýndur þáttur á dagskrá RÚV, reyndar píningarþáttur á Kínabörnum, sem í sjálfu sér er nauðsynlegur áhorfunar, og Kínverjum til skammar. Hættum að hossa slíkum stjórnvöldum. Nóg um það í bili. RÚV, þið fallið enn einu sinni á prófinu, þið sinnið ekki augljósum lágmarkskröfum sem til ykkar  eru gerðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband