Ofurlaun útvalinna, ætlar þessu aldrei að linna?

Er ekki komið nóg. Nú berast fréttir um að nýráðnir bankastjórar nýju ríkisbankanna eigi að fá greidd ofurlaun fyrir ómak sitt við að verða bankastjórar. Hvaða helvítis vitleysa er hér í gangi, ætlar þessum andskota aldrei að linna? Það er ljóst að stjórnvöld ætla enn og aftur að misbjóða þjóð sinni? Á meðan hellt er yfir landsmenn frösum um að nú verði allir að standa saman, kreppan sé mikil, allir sem einn þurfi að færa fórnir. En hvað? Nei ekki fínu pappírarnir, þeir eru ekki með í þessum „skemmtilega“ leik sem þjóðinni er ætlað að taka þátt í. Alþingismenn skammta sér ofurkjör í ellilífeyrisgreiðslum, á sama tíma og launafólk horfir fram á skertar greiðslur úr sínum sjóðum. Ofurlaunum útvalinna verður ekki breytt og þeim stendur ekki til að breyta. Þegar stjórnvöld tala um að allir eigi að standa saman, þá er eins gott fyrir venjulegt fólk að átta sig á að þar er bara átt við almenning, sem man ekki stundinni lengur hvernig komið var fram við það þegar kosið verður næst. Man nokkur eftir ábyrgð Framsóknarmanna í þessum hrunadansi öllum, varla, þeir muna það ekki sjálfir, hlustið bara á þá núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

OFURLAUN ? Þarna er um að ræða stjórnendur vinnustaða sem eru kannski með 800-1.200 manns í vinnu hver ! Það er mikið verk að stýra slíku bákni. Það útheimtir einnig þekkingu sem menn hafa aflað sér áður. Ég held að við fengjum eitthvað lítið að hæfileikarikum mönnum ef við byðum eitthvað minna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.10.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband