Leiðbeininga- og klósettvatnslaus

Það er óhætt að segja að það sé ólund í flestum vegna hækkandi verðlags á öllum sviðum. Eldsneytisverð hefur ætt upp úr öllu valdi og er alla að drepa. Á sama tíma rakar ríkissjóður inn hærri tekjum af eldsneyti og þá ekki síst í gegnum virðisaukaskattinn. Hækkun á eldsneyti skilar ríkissjóði auknum tekjum í milljörðum króna á árinu. Þessu hefur verið óspart mótmælt eins og flestir vita og þarf ekki að fara mörgum orðum um það, enda annað sem vekur undrun mína þessa dagana. Það eru fréttirnar af viðbrögðum flugfélaganna í heiminum, vegna eldsneytiskreppunnar, en nú heyrast þær fréttir að fljúga eigi hægar, sleppa áfangastöðum, leggja óhentugum flugvélum, svo eitthvað sé nefnt, allt gott og blessað með þær hugmyndir, en áform um spara klósettvatnið og skilja handbækur, um stjórnun flugvéla, eftir á jörðu niðri, vegna þunga þeirra og treysta einungis á rafrænar upplýsingar, er eitthvað sem maður myndi kalla síðasta hálmstráið. Mér finnst einkennilegt að ekki skuli nefndir aðrir möguleikar áður en gripið verður til þeirra úrræða að skilja klósettvatnið og flugleiðbeiningarnar eftir heima, svo sem að stjórnendur flugstöðva snúi sölustreyminu við í “Fríhöfnunum” loki fyrir sölu á varningi í öllum flugstöðvum við brottför en leyfi sölu á varningi við komu til viðkomandi lands, (eins og tíðkast í Leifstöð, þar er reyndar opið á báða enda, líkt okkur). Og svo hitt, að hætta þessu bölvaða verslunarbrölti, á öðrum varningi en til næringar í flugvélum og gefa farþegunum frið. Með þessum tveimur aðgerðum myndu sparast flutningar í tonnavís í hverri flugferð. Ekki flókið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Já, bíð bara eftir yfirlýsingum frá þeim flugfráu að sleppa eigi öðrum flugmanninum og flugfreyjunum, sætunum og klósettunum. Við hljótum að geta staðið þessar flugleiðir!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband