Nóg komið af ójöfnuði

Veggjald á þjóðveginum á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja er úr öllum takti við stefnu ríkistjórnarinnar um jafnræði og eflingu landsbyggðarinnar. Vinur minn Kristján Möller samgönguráðherra þekkir manna best hversu örflugar samgöngur eru mikilvægar landsbyggðinni og væri ekki úr vegi að það yrði sýnt í verki, ríkið auki fjárframlög til reksturs Herjólfs með það fyrir augum að það kosti ekki meira að nota þjóðveginn á milli lands og Heimaeyjar, en aðra hluta þjóðvegakerfisins. Núverandi gjaldtaka er ekki bara ósanngjörn og ósvífin, heldur veldur hún ójöfnuði, það sitja ekki allir þegnar þessa lands við sama borð. Eflaust búa önnur eyjabyggðarlög á landinu við sama ranglæti, það sýnir enn frekar nauðsyn þess að ríkisvaldið láti málið til sín taka. Fyrir hjón með tvö börn á aldrinum 12-15 ára og bíl, kostar önnur leiðin milli Þorlákshafnar og Heimaeyjar 8.640.- krónur, eða 17.280.- krónur báðar leiðir og eru þá kojur ekki innifaldar í því verði. Sama fjölskylda getur keypt sér afsláttarkort, með því að leggja inn hjá fyrirtækinu 17.500.- krónur og kostar þá önnur leiðin 4.812,5 krónur og báðar leiðir 9.625.- krónur, kojur ekki innifaldar. Vegalengdin milli Þorlákshafnar og Heimaeyjar eru 72 kílómetrar og kostar sá viðbótarspotti mig á þjóðvegum landsins innan við 2.000.- krónur, (bensín, dekkjaslit, og annað, ekki nefna við mig tryggingar og skatta, ég þarf hvort sem er að greiða þau gjöld án tillits til ekna kílómetra, hvað þá að tala um afskriftir). Í mínum huga þá eru stjórnvöld að taka myndarlega á samgöngumálum með fyrirhuguðum siglingum í Bakkafjöru, þó ég hefði viljað sjá göngin verða að raunveruleika, en þar til að Bakkafjöruferja hefur siglingar er nauðsynlegt að stúta ósanngjarnri gjaldskrá Herjólfs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hó !  var að fatta að þú værir farin að skrifa  Nú fer ég að fylgjast með þér frændi - keep on going !!!!!!!

hlakka rosalega til að hitta ykkur í ágúst

knús og kossar

Sigga Guðna (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Ég verð alltaf jafn bit þegar ég er búin með inneignina mína hjá Eimskip! Er búin að fylla 3x inn á inneignina mína síðan um páska! Nú er ég hætt að fara á milli, nenni þessu ekki, tími þessu ekki, ætla að sitja á rassinum í Vestmannaeyjum þar til annað kemur í ljós! Og þá er bara spurning um hvort það verði laust loksins þegar ég ætla af stað aftur!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 30.6.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband